Stíf fundahöld í þinghúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 15:01 Frá fundi formanna flokkanna sem hófst klukkan 14 í dag. vísir/einar Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00