Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 14:33 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyn, þingmanni Viðreisnar og núverandi formanni nefndarinnar á fundi hennar fyrr á árinu. Viðreisn myndaði meirihluta með minnihlutanum í nefndinni í morgun og setti Brynjar af sem formann. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22