Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 11:30 Walter White og mögulega einn af viðskiptavinum hans? Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad. Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira