„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2017 10:50 Halldór Auðar Svansson er eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn. Vísir/Stefán „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00