Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. september 2017 09:00 Svandís segir að ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum Sigríðar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00
Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52