Haraldur íhugar að leita réttar síns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. september 2017 06:00 Bréfið sem veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru í september í fyrra með undirskriftum dómsmálaráðherra og forseta Íslands. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00