Haraldur íhugar að leita réttar síns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. september 2017 06:00 Bréfið sem veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru í september í fyrra með undirskriftum dómsmálaráðherra og forseta Íslands. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00