„Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2017 06:39 Tolli Morthens vill ekki gera lítið úr þjáningum þolenda þó hann telji að margir afbrotamenn eigi skilið annað tækifæri. Vísir/GVA Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10