Ólafía Þórunn: Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/S2 Sport Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær fyrst íslenskra kylfinga til að spila á lokadegi á risamóti í golfi en hún tryggði sér 48. sæti á Evian risamótinu með því að spila lokadaginn á pari. „Þetta var smá ströggl þarna um tíma hjá mér. Evian að vera Evian. Þú mátt ekki fara á ákveðna staði því þá ertu með einhverja bungur á flötinni og allskonar þannig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Þorstein Hallgrímsson eftir hringinn í gær. „Ég hélt bara áfram að vera þolinmóð. Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð á meðan þessu stóð. Ég var fljót að jafna mig og kom bara til baka ,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún átti mörg frábær högg á lokaholunum þar sem hún var að búa sér til auðveld pútt fyrir fugli. „Ég missti nokkur upphafshögg en fyrir utan það var þetta bara mjög gott. Ég var líka að pútta nokkuð vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Þorsteinn Hallgrímsson fylgdist líka með Ólafíu á fyrsta risamótinu hennar í júlí en honum finnst hún hafa þroskast mikið sem kylfingur. „Ég reyndi að læra af mistökunum sem ég gerði á fyrstu risamótunum. Ég er búin að læra að slá út úr karganum og aðeins að halda mér slakri,“ sagði Ólafía Þórunn. Hvernig finnst henni Evian golfvöllurinn í samanburði við vellina sem hún spilaði á KPMG risamótinu og á opna breska risamótinu. „Það eru nokkur teighögg hérna sem eru mjög erfið og einnig nokkrar flatir sem eru mjög erfiðar. Þú verður alltaf að vita hvar þú mátt alls ekki fara og verður að passa þig að spila þannig,“ sagði Ólafía Þórunn. „Ég er mjög sátt. Þetta er búin að vera ágætis törn og öll stórmótin mín hafa verið þannig að ég hef verið að spila fjórðu vikuna í röð. Ég fær kannski á næsta ári að taka mér frí og koma þá aðeins ferskari inn,“ sagði Ólafía Þórunn. Það er samt ekkert frí á næstunni hjá Ólafíu Þórunni. „Ég keyri til Þýskalands og fær einn dag í frí þar áður en ég flýg til Nýja Sjálands. Ég ætla að taka því rólega fyrstu dagana í Nýja Sjálandi af því að mótið byrjar ekki alveg strax,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær fyrst íslenskra kylfinga til að spila á lokadegi á risamóti í golfi en hún tryggði sér 48. sæti á Evian risamótinu með því að spila lokadaginn á pari. „Þetta var smá ströggl þarna um tíma hjá mér. Evian að vera Evian. Þú mátt ekki fara á ákveðna staði því þá ertu með einhverja bungur á flötinni og allskonar þannig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Þorstein Hallgrímsson eftir hringinn í gær. „Ég hélt bara áfram að vera þolinmóð. Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð á meðan þessu stóð. Ég var fljót að jafna mig og kom bara til baka ,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún átti mörg frábær högg á lokaholunum þar sem hún var að búa sér til auðveld pútt fyrir fugli. „Ég missti nokkur upphafshögg en fyrir utan það var þetta bara mjög gott. Ég var líka að pútta nokkuð vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Þorsteinn Hallgrímsson fylgdist líka með Ólafíu á fyrsta risamótinu hennar í júlí en honum finnst hún hafa þroskast mikið sem kylfingur. „Ég reyndi að læra af mistökunum sem ég gerði á fyrstu risamótunum. Ég er búin að læra að slá út úr karganum og aðeins að halda mér slakri,“ sagði Ólafía Þórunn. Hvernig finnst henni Evian golfvöllurinn í samanburði við vellina sem hún spilaði á KPMG risamótinu og á opna breska risamótinu. „Það eru nokkur teighögg hérna sem eru mjög erfið og einnig nokkrar flatir sem eru mjög erfiðar. Þú verður alltaf að vita hvar þú mátt alls ekki fara og verður að passa þig að spila þannig,“ sagði Ólafía Þórunn. „Ég er mjög sátt. Þetta er búin að vera ágætis törn og öll stórmótin mín hafa verið þannig að ég hef verið að spila fjórðu vikuna í röð. Ég fær kannski á næsta ári að taka mér frí og koma þá aðeins ferskari inn,“ sagði Ólafía Þórunn. Það er samt ekkert frí á næstunni hjá Ólafíu Þórunni. „Ég keyri til Þýskalands og fær einn dag í frí þar áður en ég flýg til Nýja Sjálands. Ég ætla að taka því rólega fyrstu dagana í Nýja Sjálandi af því að mótið byrjar ekki alveg strax,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira