Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2017 19:10 Komið hefur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins að Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Þorlákur Morthens myndlistarmaður hafi skrifað meðmæli fyrir umsögn um uppreist æru. Sá fékk dóm fyrir kynferðisbrot árið 1997 en sótti um uppreist æru árið 2016. Fréttastofa náði ekki tali af Þorláki en Sólveig Eiríksdóttir, sem stödd er í Kaupmannahöfn, segist hafa þekkt manninn frá fornu fari. Hún hafi hitt hann aftur í tólf spora samtökum fyrir nokkrum árum og hann hafi beðið hana um að skrifa fyrir hann meðmæli. „Ég ákvað að heyra í lögfræðingi því ég vildi vera alveg viss um hvað fólst í að skrifa meðmælin. Hún tjáði mér að það sem fælist í þessu væri ekki að samþykkja glæpinn eða það sem hann sæti inni fyrir. Eingöngu að hann væri bætt og betri manneskja og væri búinn að vera það í einhvern tíma,” segir Sólveig. Af vel ígrunduðu máli ákvað hún að skrifa meðmælin. „Af því að ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” ítrekar hún. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands lýsir meðmæla á sama hátt. Eingöngu sé verið að votta um hegðun á ákveðnu tímabili. „Það er eina gildið sem þetta skjal hefur og að sjálfsögðu felur það ekki í sér samsömun eða viðurkenningu eða annað sem tengist þeim dómi sem maðurinn hefur afplánað,” segir hún. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995 eða 35 einstaklinga. Björg segir atburðarásina síðustu vikur sýna og sanna hve forneskjuleg lögin eru og tími kominn til að breyta þeim. Hún áréttar að meðmælendur beri ekki ábyrgð. „Að sjálfsögðu er þetta engin lagaleg ábyrgð. Ég myndi telja að það sé ekki óvenjulegt að einstaklingur, vinnuveitandi eða einhver sem þekkir til, veiti atbeina sinn til að maður eigi möguleika aftur á að fá borgaraleg réttindi. Þetta er lögum samkvæmt og hefur hingað til ekki þótt óeðlilegt eða búa til ábyrgð á hendur þeim sem búa til meðmælin.“ Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Komið hefur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins að Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Þorlákur Morthens myndlistarmaður hafi skrifað meðmæli fyrir umsögn um uppreist æru. Sá fékk dóm fyrir kynferðisbrot árið 1997 en sótti um uppreist æru árið 2016. Fréttastofa náði ekki tali af Þorláki en Sólveig Eiríksdóttir, sem stödd er í Kaupmannahöfn, segist hafa þekkt manninn frá fornu fari. Hún hafi hitt hann aftur í tólf spora samtökum fyrir nokkrum árum og hann hafi beðið hana um að skrifa fyrir hann meðmæli. „Ég ákvað að heyra í lögfræðingi því ég vildi vera alveg viss um hvað fólst í að skrifa meðmælin. Hún tjáði mér að það sem fælist í þessu væri ekki að samþykkja glæpinn eða það sem hann sæti inni fyrir. Eingöngu að hann væri bætt og betri manneskja og væri búinn að vera það í einhvern tíma,” segir Sólveig. Af vel ígrunduðu máli ákvað hún að skrifa meðmælin. „Af því að ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” ítrekar hún. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands lýsir meðmæla á sama hátt. Eingöngu sé verið að votta um hegðun á ákveðnu tímabili. „Það er eina gildið sem þetta skjal hefur og að sjálfsögðu felur það ekki í sér samsömun eða viðurkenningu eða annað sem tengist þeim dómi sem maðurinn hefur afplánað,” segir hún. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995 eða 35 einstaklinga. Björg segir atburðarásina síðustu vikur sýna og sanna hve forneskjuleg lögin eru og tími kominn til að breyta þeim. Hún áréttar að meðmælendur beri ekki ábyrgð. „Að sjálfsögðu er þetta engin lagaleg ábyrgð. Ég myndi telja að það sé ekki óvenjulegt að einstaklingur, vinnuveitandi eða einhver sem þekkir til, veiti atbeina sinn til að maður eigi möguleika aftur á að fá borgaraleg réttindi. Þetta er lögum samkvæmt og hefur hingað til ekki þótt óeðlilegt eða búa til ábyrgð á hendur þeim sem búa til meðmælin.“
Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00