Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 19:48 Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. vísir/stefán Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru. Uppreist æru Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru.
Uppreist æru Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira