Davíð segir beiðni Roberts Downey til sín hafa verið með nokkrum ólíkindum Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2017 12:59 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð. Uppreist æru Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð.
Uppreist æru Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira