Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á leið til þingflokksfundar í Valhöll í gær. VÍSIR/VILHELM Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira