Ótrúlegt afrek ef íslenska landsliðið kemst á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru marka sinna á móti Úkraínu. Ísland situr í öðru sæti I-riðils með lakari markatölu en Króatar sem eru í toppsætinu. Vísir/Eyþór Fáir skrifa af jafn mikilli þekkingu og innsæi um fótbolta og Jonathan Wilson. Þessi 41 árs gamli blaðamaður og rithöfundur frá Sunderland hefur skrifað níu bækur um fótbolta. Þriðja bókin hans, Inverting the Pyramid, er afar áhrifamikil en í henni fjallar Wilson um fótboltasöguna út frá taktísku sjónarhorni. Nýjasta bók Wilsons, The Anatomy of Manchester United, kom út í síðasta mánuði. Þar fjallar hann um 10 mikilvægustu leiki í sögu United og greinir þá í taktísku og sögulegu samhengi. Wilson hefur áður skrifað sambærilegar bækur um Liverpool og enska landsliðið. Wilson var staddur hér á landi á dögunum. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska landsliðsins á undanförnum árum og hrifist af. „Ég var í Zagreb þegar þeir töpuðu fyrir Króatíu fyrir fjórum árum og hafði hugmynd um hversu gott íslenska liðið var. Léleg lið geta slysast inn í umspil en ég sá að Ísland var með fínt lið. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við að Ísland kæmist á EM en það kom ekki á óvart,“ sagði Wilson þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann.Strákarnir okkar fagna síðara marki Gylfa Þór Sigurðssonar gegn Úkraínu á dögunum. Þeir blésu á gagnrýnisraddir eftir óvænt 1-0 tap í Finnlandi.Vísir/EyþórErfitt að komast aftur á stórmót Wilson segir að það sé eftirtektarvert að íslenska liðið sé í þeirri stöðu sem það er; í baráttu um að komast á HM í Rússlandi á næsta ári. „Það besta er að Ísland hefur viðhaldið þessu góða gengi. Það eru margar minni þjóðir sem komast á eitt stórmót og segja það svo gott. Að gera þetta aftur er erfitt. Ég held að það sé gott að gera þetta svona, komast fyrst á EM og svo HM. Slóvenía var í svipaðri aðstöðu um aldamótin.“ Ísland langfámennasta þjóðin sem hefur komist á HM eða EM. Wilson segir að fámennum þjóðum reynist erfitt að viðhalda árangri og að fámennið muni á endanum segja til sín.Njótið meðan þið getið „Ég veit ekki hversu lengi það er hægt að viðhalda þessum árangri. Það hefur réttilega verið talað um að þessi árangur hafi náðst vegna góðs skipulags og knattspyrnuhallanna sem voru byggðar. En þú getur haft besta kerfi og þjálfara í heimi en ef þú ert fámenn þjóð er erfitt að viðhalda árangri,“ sagði Wilson. „Horfðu á Hollendinga. Þeir hafa haft frábært kerfi í marga áratugi en það búa bara rúmlega 17 milljón manns þar, miklu fleiri en á Íslandi, og þeir eru með slaka kynslóð leikmanna núna. Svona gerist hjá fámennum þjóðum. En þetta er frábært og njótið þess meðan hægt er. Það er frábært að það sé gott skipulag til staðar til að nýta sér þegar frábær kynslóð kemur upp.“Íslensku strákarnir fagna sigrinum á Englandi.Vísir/GettyEnska liðið fer alltaf á taugum Aðspurður um leikinn fræga gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í fyrra sagði Wilson að úrslitin hefðu ekki átt að koma það mikið á óvart. „Eitt af vandamálunum við enska landsliðið og stórmót er að fólk sem horfir venjulega ekki á fótbolta horfir á þau. Allir sem horfa á fótbolta sjá hvernig Ísland spilar; mjög skipulagt og gott lið sem er fullt sjálfstrausts. Og við vitum hvernig England er og hefur verið síðustu 40-50 árin. Í hvert einasta skipti sem þeir lenda undir pressu fara þeir á taugum,“ sagði Wilson. Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið viðbúið en þetta kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fólk sem fylgist ekki með fótbolta og skilur ekki hvernig leikurinn virkar var hissa. Og það er frekar niðurlægjandi að tapa fyrir miklu minni þjóð sem hefur aldrei komist á stórmót,“ sagði Wilson og benti á að þrátt fyrir ófarir enska landsliðsins á stórmótum síðustu 50 árin hafi það venjulega unnið minni þjóðir eins og Ísland. Eftir sigurinn á Úkraínu í byrjun mánaðarins sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson að það yrði meira afrek að komast á HM en EM. Wilson kveðst sammála þessu.Hörður Björgvin Magnússon hefur staðið vaktina í vinstri bakverðinum með prýði í undanförnum leikjum.Vísir/EyþórHelmingi erfiðara að fara á HM „Það eru tvær ástæður fyrir því. HM er stærri og mikilvægari keppni og það eru 24 Evrópuþjóðir sem komast á EM en aðeins 13 á HM. Það er næstum því helmingi erfiðara að komast á HM en EM. Það yrði meira afrek. Að viðhalda svona árangri í þremur undankeppnum í röð er mjög erfitt þegar þú lítur á aðrar fámennar þjóðir. N-Írland og Slóvenía eru fámenn ríki en miklu fjölmennari en Ísland. Ef N-Írland kemst á HM á næsta ári verður það í fjórða sinn en á 60 ára tímabili. Slóvenía hefur gert þetta tvisvar. Þetta yrði ótrúlegt afrek og það er engin þjóð nálægt því jafn fámenn og Ísland sem hefur komist nálægt því að fara á HM,“ sagði Jonathan Wilson að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Fáir skrifa af jafn mikilli þekkingu og innsæi um fótbolta og Jonathan Wilson. Þessi 41 árs gamli blaðamaður og rithöfundur frá Sunderland hefur skrifað níu bækur um fótbolta. Þriðja bókin hans, Inverting the Pyramid, er afar áhrifamikil en í henni fjallar Wilson um fótboltasöguna út frá taktísku sjónarhorni. Nýjasta bók Wilsons, The Anatomy of Manchester United, kom út í síðasta mánuði. Þar fjallar hann um 10 mikilvægustu leiki í sögu United og greinir þá í taktísku og sögulegu samhengi. Wilson hefur áður skrifað sambærilegar bækur um Liverpool og enska landsliðið. Wilson var staddur hér á landi á dögunum. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska landsliðsins á undanförnum árum og hrifist af. „Ég var í Zagreb þegar þeir töpuðu fyrir Króatíu fyrir fjórum árum og hafði hugmynd um hversu gott íslenska liðið var. Léleg lið geta slysast inn í umspil en ég sá að Ísland var með fínt lið. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við að Ísland kæmist á EM en það kom ekki á óvart,“ sagði Wilson þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann.Strákarnir okkar fagna síðara marki Gylfa Þór Sigurðssonar gegn Úkraínu á dögunum. Þeir blésu á gagnrýnisraddir eftir óvænt 1-0 tap í Finnlandi.Vísir/EyþórErfitt að komast aftur á stórmót Wilson segir að það sé eftirtektarvert að íslenska liðið sé í þeirri stöðu sem það er; í baráttu um að komast á HM í Rússlandi á næsta ári. „Það besta er að Ísland hefur viðhaldið þessu góða gengi. Það eru margar minni þjóðir sem komast á eitt stórmót og segja það svo gott. Að gera þetta aftur er erfitt. Ég held að það sé gott að gera þetta svona, komast fyrst á EM og svo HM. Slóvenía var í svipaðri aðstöðu um aldamótin.“ Ísland langfámennasta þjóðin sem hefur komist á HM eða EM. Wilson segir að fámennum þjóðum reynist erfitt að viðhalda árangri og að fámennið muni á endanum segja til sín.Njótið meðan þið getið „Ég veit ekki hversu lengi það er hægt að viðhalda þessum árangri. Það hefur réttilega verið talað um að þessi árangur hafi náðst vegna góðs skipulags og knattspyrnuhallanna sem voru byggðar. En þú getur haft besta kerfi og þjálfara í heimi en ef þú ert fámenn þjóð er erfitt að viðhalda árangri,“ sagði Wilson. „Horfðu á Hollendinga. Þeir hafa haft frábært kerfi í marga áratugi en það búa bara rúmlega 17 milljón manns þar, miklu fleiri en á Íslandi, og þeir eru með slaka kynslóð leikmanna núna. Svona gerist hjá fámennum þjóðum. En þetta er frábært og njótið þess meðan hægt er. Það er frábært að það sé gott skipulag til staðar til að nýta sér þegar frábær kynslóð kemur upp.“Íslensku strákarnir fagna sigrinum á Englandi.Vísir/GettyEnska liðið fer alltaf á taugum Aðspurður um leikinn fræga gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í fyrra sagði Wilson að úrslitin hefðu ekki átt að koma það mikið á óvart. „Eitt af vandamálunum við enska landsliðið og stórmót er að fólk sem horfir venjulega ekki á fótbolta horfir á þau. Allir sem horfa á fótbolta sjá hvernig Ísland spilar; mjög skipulagt og gott lið sem er fullt sjálfstrausts. Og við vitum hvernig England er og hefur verið síðustu 40-50 árin. Í hvert einasta skipti sem þeir lenda undir pressu fara þeir á taugum,“ sagði Wilson. Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið viðbúið en þetta kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fólk sem fylgist ekki með fótbolta og skilur ekki hvernig leikurinn virkar var hissa. Og það er frekar niðurlægjandi að tapa fyrir miklu minni þjóð sem hefur aldrei komist á stórmót,“ sagði Wilson og benti á að þrátt fyrir ófarir enska landsliðsins á stórmótum síðustu 50 árin hafi það venjulega unnið minni þjóðir eins og Ísland. Eftir sigurinn á Úkraínu í byrjun mánaðarins sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson að það yrði meira afrek að komast á HM en EM. Wilson kveðst sammála þessu.Hörður Björgvin Magnússon hefur staðið vaktina í vinstri bakverðinum með prýði í undanförnum leikjum.Vísir/EyþórHelmingi erfiðara að fara á HM „Það eru tvær ástæður fyrir því. HM er stærri og mikilvægari keppni og það eru 24 Evrópuþjóðir sem komast á EM en aðeins 13 á HM. Það er næstum því helmingi erfiðara að komast á HM en EM. Það yrði meira afrek. Að viðhalda svona árangri í þremur undankeppnum í röð er mjög erfitt þegar þú lítur á aðrar fámennar þjóðir. N-Írland og Slóvenía eru fámenn ríki en miklu fjölmennari en Ísland. Ef N-Írland kemst á HM á næsta ári verður það í fjórða sinn en á 60 ára tímabili. Slóvenía hefur gert þetta tvisvar. Þetta yrði ótrúlegt afrek og það er engin þjóð nálægt því jafn fámenn og Ísland sem hefur komist nálægt því að fara á HM,“ sagði Jonathan Wilson að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira