Blasti við að boða til kosninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 17:27 Katrín Jakobsdóttir segir að boðun kosninga hafi verið augljósi kosturinn í stöðunni. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira