Bjarni um aðkomu föður síns að máli Hjalta: „Það var mér áfall að heyra af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 16:48 Bjarni í Valhöll í dag. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59