Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 12:42 Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins í morgun. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29
Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57