Gætu afhent ærubréf Hjalta Sigurjóns í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 10:21 Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, var einn þriggja sem taldi rétt að veita dæmdum kynferðisbrotamanni, þeim hlaut þyngst kynferðisbrotadóm sem fallið hefur hér á landi, uppreist æru. Vísir/Hari Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira