„Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 07:56 Sigríður Á. Andersen segir ömurlegt að Björt framtíð skuli nota þetta mál til að slá pólítiskar keilur að hennar mati. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06