Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að sér hafi verið heimilt að upplýsa forsætisráðherra um að faðir hans hefði veitt umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45