44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 15:34 Rober Downey hlaut uppreist æru í september í fyrra. Tæplega helmingur þeirra sem fengu uppreist æru undanfarin tuttugu ár fengu undanþágu frá meginreglu af því sérstaklega stóð á. Kompás Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin. Uppreist æru Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin.
Uppreist æru Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira