44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 15:34 Rober Downey hlaut uppreist æru í september í fyrra. Tæplega helmingur þeirra sem fengu uppreist æru undanfarin tuttugu ár fengu undanþágu frá meginreglu af því sérstaklega stóð á. Kompás Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin. Uppreist æru Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin.
Uppreist æru Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira