Vinsælla að horfa á einhvern borða epli á YouTube en mæta á völlinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 12:00 Ólafur Helgi þungt hugsi eftir enn ein slæmu úrslitin á dögunum. Þungu fargi er af honum létt eftir 4-1 sigur á AGF um helgina. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira