Sveinn Gestur neitar sök Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2017 10:45 Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00