Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 23:41 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum. Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum.
Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48