Dramatíkin á bak við tjöldin hjá Óla Kristjáns í Randers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:45 Ólafur Kristjánsson gengur á milli liðsmanna Randers sem rifust eins og hundur og köttur í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör. „Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira