Segir „sveltistefnu“ lögfesta með fjárlagafrumvarpi næsta árs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 19:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er gagnrýnin á fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32