Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2017 12:15 Frá því verður greint hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert Downey hlyti uppreist æru, en leynd vegna þess hefur verið afar umdeild. Kompás Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. Uppreist æru Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag.
Uppreist æru Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira