Gríðarleg aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2017 14:30 Rúmlega 51.700 bílar fóru daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Vísir/Pjetur Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar. Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar.
Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira