Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 08:35 Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimienko sem ESA lenti geimfari á árið 2014. ESA Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims. Tækni Vísindi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims.
Tækni Vísindi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira