Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 08:35 Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimienko sem ESA lenti geimfari á árið 2014. ESA Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims. Tækni Vísindi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims.
Tækni Vísindi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent