Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 08:35 Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimienko sem ESA lenti geimfari á árið 2014. ESA Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims. Tækni Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Jan Wörner, framkvæmdastjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) fundaði með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar til að kynna hvað möguleg aðild Ísland gæti falið í sér. Starfshópur sem á að skoða aðild verður kallaður saman á næstu vikum. Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild. Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.Halda áfram að afla upplýsinga um aðildÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina. Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFP„Sú vinna og upplýsingaöflun heldur áfram. Í þeim efnum hefur utanríkisráðuneytið meðal annars óskað eftir tilnefningum í starfshóp hlutaðeigandi aðila hér innanlands, sem kallaður verður saman til samráðs á næstu vikum,“ segir í svari ráðuneytisins. Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005. Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims.
Tækni Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira