NBA-liðin verða hér eftir sektuð fyrir að hvíla leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 08:30 LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí. Vísir/Getty NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017 NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira