Sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og það bar árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 11:30 Sergio Garcia og Mark Johnson er í bakgrunni. Vísir/Getty Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira