RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. september 2017 06:00 RÚV hefur neitað að afhenda fréttastofu sáttina sem gerð var við Guðmund Spartakus. Neitunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísir Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent