Magnaður september hjá Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Harry Kane fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Vísir/Getty Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira