Magnaður september hjá Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Harry Kane fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Vísir/Getty Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira