„Ég reyni þó hvað ég get til að sporna við aldrinum. Til að mynda ætla ég ekki að byrja að drekka kaffi á fertugsaldri (bíðum með það), ætla að keppa í spretthlaupi aftur 2018 eftir nokkurt hlé og líklega verð ég ekki gamall fyrr en ég eignast konu sem er komin á fertugsaldur,“ segir Haraldur og beinir síðustu orðunum stríðnislega að eiginkonu sinni, Birnu Harðardóttur.
Sjá einnig: Haraldur hættur á þingi og gerist bóndi
Afmælisdagurinn hafi ekki verið slor að sögn Haraldar. Honum hafi verið varið í fjósaverkin og heimaræktað nautakjöt „að hætti Birnu“ í faðmi nánustu. Þá hafi hann fengið þrjár afmælisgjafir, hverri annar betri.
„1. Birna gaf mér sparibók með smá pening til að byrja að safna mér fyrir '67 módel af Ford Mustang.
2. Foreldar, tengdó og systkini gáfu mér glæsilegan frakka.
3. og Sigmundur sagði sig úr Framsóknarflokknum.
Ég fer mjög hamingjusamur inn í fjórða tuginn :)“
Færslu Haraldar má sjá hér að neðan