Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2017 20:00 Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira