Hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00