Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 10:14 Þorsteinn Sæmundsson var þingmaður Framsóknar á árunum 2013-2016 Vísir/Anton Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir „lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu“. Þá hefur stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, af sömu ástæðum. Úrsögn Þorsteins sem og stjórnar Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem var þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2013-2016 er tekið undir þessi sjónarmið Sigmundar Davíðs. „Á síðasta flokksþingi varaði ég eindregið við því að steypa flokknum í formannskjör korteri fyrir kosningar. Á þau varnaðarorð var ekki hlustað og flokkurinn beið sinn versta ósigur í 100 ár. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu. Nú í aðdraganda kosninga hefur sá hópur sem nú stjórnar flokknum ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á þeim „háværa minnihluta” sem varð undir á síðasta flokksþingi,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnÞorsteinn segist hafa starfað fyrir flokkinn frá því um 1980 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Tilkynnti hann úrsögnina sína úr flokknum í dag og segir hann að það sé eitthvað sem hann „taldi að aldrei myndi gerast“.Kvarnast úr flokknum eftir útspil Sigmundar Davíðs Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Fyrr í dag tilkynnti Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þá hefur Einar Birkir Kristjánsson, sem er í miðstjórn flokksins, einnig sagt sig úr flokknum. Í tilkynningu frá stjórnarmeðlimum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar má greina sömu stef og í orðum Sigmundar Davíðs, sem og í yfirlýsingu Þorsteins. „Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Péturssyni formanni, Halldóru Baldursdóttur varaformanni, Lindu Björk Stefánsdóttur, Friðberti Bragasyni og Einari Vigni Einarssyni sem eru stjórnarmenn. Hafa þau ákveðið að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Í gær sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir „lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu“. Þá hefur stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, af sömu ástæðum. Úrsögn Þorsteins sem og stjórnar Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem var þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2013-2016 er tekið undir þessi sjónarmið Sigmundar Davíðs. „Á síðasta flokksþingi varaði ég eindregið við því að steypa flokknum í formannskjör korteri fyrir kosningar. Á þau varnaðarorð var ekki hlustað og flokkurinn beið sinn versta ósigur í 100 ár. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu. Nú í aðdraganda kosninga hefur sá hópur sem nú stjórnar flokknum ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á þeim „háværa minnihluta” sem varð undir á síðasta flokksþingi,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnÞorsteinn segist hafa starfað fyrir flokkinn frá því um 1980 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Tilkynnti hann úrsögnina sína úr flokknum í dag og segir hann að það sé eitthvað sem hann „taldi að aldrei myndi gerast“.Kvarnast úr flokknum eftir útspil Sigmundar Davíðs Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Fyrr í dag tilkynnti Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þá hefur Einar Birkir Kristjánsson, sem er í miðstjórn flokksins, einnig sagt sig úr flokknum. Í tilkynningu frá stjórnarmeðlimum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar má greina sömu stef og í orðum Sigmundar Davíðs, sem og í yfirlýsingu Þorsteins. „Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Péturssyni formanni, Halldóru Baldursdóttur varaformanni, Lindu Björk Stefánsdóttur, Friðberti Bragasyni og Einari Vigni Einarssyni sem eru stjórnarmenn. Hafa þau ákveðið að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Í gær sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00