Cavaliers, Spurs, Heat og Thunder eru öll að reyna að fá Dwyane Wade Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 12:30 Dwyane Wade. Vísir/Getty Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira