Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. vísir/auðunn Nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Unnið er að því nú að fá einstaklinga til að leiða listana. „Ég vonast til þess að það takist að setja saman framboð í öllum kjördæmum,“ segir Sigmundur. „Ég lít ekki á þetta sem sérframboð heldur miklu frekar nýjan flokk, nýtt afl, sem byggist á því hvernig við nálguðumst hlutina í Framsóknarflokknum milli áranna 2009 og 2017 og kannski fyrr í sögu flokksins.“ Sigmundur tilkynnti þetta á vef sínum níutíu mínútum áður en kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hófst í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Andrúmsloftið á kjördæmisþinginu var nokkuð þungt að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins en fundinn sátu margir hörðustu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs. Margir þeirra íhuga nú stöðu sína; hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Sigmundur segist hafa reynt að ná sáttum við flokkseigendafélagið í Framsókn og þau öfl sem vildu hann burt. „Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ spyr Sigmundur Davíð. Einnig er sótt að Gunnari Braga Sveinssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi. Líklegt þykir að hann fari fram undir merkjum hins nýja framboðs verði hann felldur á kjördæmaþingi þann 8. október. Sigmundur útilokar ekki að vinna að framboði til Alþingis með Birni Inga Hrafnssyni, fyrrverandi oddvita Framsóknar í Reykjavík.Flokkseigendur boluðu Sigmundi út „Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sem hefur sagt skilið við flokkinn og ætlar sér á þing með nýjum stjórnmálaflokki sem er í undirbúningi. Hið nýja afl mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Sigmundur Davíð er að vísa til þess að ákveðinn hópur innan Framsóknar hafi að hans mati reynt ítrekað að koma honum út úr flokknum á síðustu árum án árangurs, þar til í gær. „Andrúmsloftið í Framsóknarflokknum hefur auðvitað verið mjög erfitt síðastliðið ár. Það var hins vegar ekkert sérstakt undanfarna daga eða vikur kannski sem gaf til kynna að menn myndu grípa til þeirra ráða sem gripið var til þegar boðað var til kosninga,“ segir Sigmundur. „Þar vísa ég til þess að líta á þetta sem tækifæri til að ljúka ætlunarverkinu um að losna við mig og Gunnar Braga og kannski fleiri. Þetta er svo gjörsamlega galið út frá hagsmunum flokksins.“ Sigmundur tilkynnti þetta á vef sínum níutíu mínútum áður en kjördæmisþing Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi átti að hefjast. Þá hafði Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gefið það út að hún hygðist bjóða sig fram sem oddviti flokksins. Sigmundur segir nú tekist á innan Framsóknarflokksins og flokkseigendafélagið hafi unnið að því að bola honum, Gunnari Braga Sveinssyni og fleiri einstaklingum úr þingsætum. „Ég efast um að það hjálpi málinu að telja upp einhverja forsprakka þessa hóps en til að einfalda málið þá hef ég sagt að þetta sé sá hópur sem var ráðandi í flokknum fyrir áratug síðan. Þessi hópur sætti sig illa við stöðuna en hefur haft sig að mestu hægan,“ segir Sigmundur. „Ég vonast til þess að það takist að setja saman framboð í öllum kjördæmum.“ Staða Gunnars Braga Sveinssonar er einnig veik innan flokksins í kjördæmi hans eða Norðvesturkjördæmi. Sigmundur hvetur Gunnar Braga til dáða en játar því að ef hann verður felldur verði það vatn á myllu síns framboðs. „Jú, það má kannski segja það. Hins vegar þætti mér það engu að síður mjög rangt og ósanngjarnt ef þeim tekst það ætlunarverk með Gunnar Braga ef hann hefur áhuga á að halda áfram í flokknum,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Sigmundur segir ekki útilokað að vinna með framboði Björns Inga Hrafnssonar í komandi kosningum. Hann sé tilbúinn til þess að starfa með öllum þeim sem hafi sömu sýn á stjórnmálin og hann. Sigmundur sé í meginatriðum sammála Birni Inga og röksemdum hans fyrir stofnun nýs framboðs. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Unnið er að því nú að fá einstaklinga til að leiða listana. „Ég vonast til þess að það takist að setja saman framboð í öllum kjördæmum,“ segir Sigmundur. „Ég lít ekki á þetta sem sérframboð heldur miklu frekar nýjan flokk, nýtt afl, sem byggist á því hvernig við nálguðumst hlutina í Framsóknarflokknum milli áranna 2009 og 2017 og kannski fyrr í sögu flokksins.“ Sigmundur tilkynnti þetta á vef sínum níutíu mínútum áður en kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hófst í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Andrúmsloftið á kjördæmisþinginu var nokkuð þungt að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins en fundinn sátu margir hörðustu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs. Margir þeirra íhuga nú stöðu sína; hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Sigmundur segist hafa reynt að ná sáttum við flokkseigendafélagið í Framsókn og þau öfl sem vildu hann burt. „Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ spyr Sigmundur Davíð. Einnig er sótt að Gunnari Braga Sveinssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi. Líklegt þykir að hann fari fram undir merkjum hins nýja framboðs verði hann felldur á kjördæmaþingi þann 8. október. Sigmundur útilokar ekki að vinna að framboði til Alþingis með Birni Inga Hrafnssyni, fyrrverandi oddvita Framsóknar í Reykjavík.Flokkseigendur boluðu Sigmundi út „Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sem hefur sagt skilið við flokkinn og ætlar sér á þing með nýjum stjórnmálaflokki sem er í undirbúningi. Hið nýja afl mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Sigmundur Davíð er að vísa til þess að ákveðinn hópur innan Framsóknar hafi að hans mati reynt ítrekað að koma honum út úr flokknum á síðustu árum án árangurs, þar til í gær. „Andrúmsloftið í Framsóknarflokknum hefur auðvitað verið mjög erfitt síðastliðið ár. Það var hins vegar ekkert sérstakt undanfarna daga eða vikur kannski sem gaf til kynna að menn myndu grípa til þeirra ráða sem gripið var til þegar boðað var til kosninga,“ segir Sigmundur. „Þar vísa ég til þess að líta á þetta sem tækifæri til að ljúka ætlunarverkinu um að losna við mig og Gunnar Braga og kannski fleiri. Þetta er svo gjörsamlega galið út frá hagsmunum flokksins.“ Sigmundur tilkynnti þetta á vef sínum níutíu mínútum áður en kjördæmisþing Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi átti að hefjast. Þá hafði Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gefið það út að hún hygðist bjóða sig fram sem oddviti flokksins. Sigmundur segir nú tekist á innan Framsóknarflokksins og flokkseigendafélagið hafi unnið að því að bola honum, Gunnari Braga Sveinssyni og fleiri einstaklingum úr þingsætum. „Ég efast um að það hjálpi málinu að telja upp einhverja forsprakka þessa hóps en til að einfalda málið þá hef ég sagt að þetta sé sá hópur sem var ráðandi í flokknum fyrir áratug síðan. Þessi hópur sætti sig illa við stöðuna en hefur haft sig að mestu hægan,“ segir Sigmundur. „Ég vonast til þess að það takist að setja saman framboð í öllum kjördæmum.“ Staða Gunnars Braga Sveinssonar er einnig veik innan flokksins í kjördæmi hans eða Norðvesturkjördæmi. Sigmundur hvetur Gunnar Braga til dáða en játar því að ef hann verður felldur verði það vatn á myllu síns framboðs. „Jú, það má kannski segja það. Hins vegar þætti mér það engu að síður mjög rangt og ósanngjarnt ef þeim tekst það ætlunarverk með Gunnar Braga ef hann hefur áhuga á að halda áfram í flokknum,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Sigmundur segir ekki útilokað að vinna með framboði Björns Inga Hrafnssonar í komandi kosningum. Hann sé tilbúinn til þess að starfa með öllum þeim sem hafi sömu sýn á stjórnmálin og hann. Sigmundur sé í meginatriðum sammála Birni Inga og röksemdum hans fyrir stofnun nýs framboðs.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52