Segir Sjálfstæðisflokkinn hlaupast undan ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 21:14 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra finnst útspil Sjálfstæðisflokksins ansi ódýrt. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24