Togstreitan eykst á Kóreuskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 23:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Visir/AFP Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. Þoturnar eru, sem fyrr segir, sagðar hafa flogið norðar meðfram hlutlausu belti austurstrandar Norður-Kóreu en gert hefur verið á þessari öld að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er nýjasta útspil Bandaríkjanna í afar viðkvæmum deilum landanna á milli þar sem öryggi fjölda fólks er í húfi. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trumps og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum en þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars. Síðast gerðu Norður-Kóreumenn kjarnavopnatilraun þann þriðja september og var þar um að ræða langöflugasta kjarnavopn sem ríkið hefur gert tilraunir með hingað til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína.Kim Jong-un ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara.
Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09