Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 19:47 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi. Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi.
Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30
„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24