Tónlistin færir alzheimersjúklingum ró Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 22:23 Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira