Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 21:36 Sigríður Andersen er afar herská á Facebook nú í kvöld og hellir sér yfir Viðreisn og Bjarta framtíð. visir/anton brink „Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“ Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira