Umsókn um uppreist æru aldrei til tals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hjalti Sigurjón Hauksson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralangt brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Hjalti Sigurjón „Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira