Lengri og fleiri leikskóladagar á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 18:58 Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“ Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira