Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Uppreist æru Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira