Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2017 12:00 Það kostar sitt að kjósa og gera má ráð fyrir að þingkosningarnar 28. október muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Fréttablaðið/Eyþór Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira