Lars Lagerbäck hefur byrjað betur með Noreg en hann gerði með íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 13:45 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira